Á námskeiðinu verður kennt að nota verkfæri kennsluvefsins:

setja inn námsefni í ýmsum formum — stýra og svara umræðu við nemendur — setja upp verkefni — stilla verkefnaskil — stilla námsmat — nemendur (kennarar) setja upp dálka með upplýsingum um námskeiðið

Kennd er notkun helstu verkfæra kennsluvefsins og kynnt mikilvægi staðlaðrar útlitshönnunar.

Áfanginn er sniðinn að þörfum fjarkennslukennara og fer kennslan að mestu fram með fyrirlestrum, umræðum og sýnidæmum. Unnið verður með raunhæf verkefni viðstaddra kennarra.